Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Klaslokaal

Algebra í CAS glugganum

CAS gluggi GeoGebru gerir þér kleift að reikna með táknum. Táknreiknigluggi GeoGebru (CAS View) gerir þér kleift að reikna með táknum.

Jöfnur og verkefni (Equations and assignments)

Jöfnur eru settar inn með jafnaðarmerkinu = , en := gefur til kynna verkefni.

=

Settu jöfnuna 3x + 5 = 7 með venjulegu  Jafnaðarmerki í inntakreit CAS og ýttu á Enter.
 Toolbar ImageAth: Ef sýna á graf jöfnunnar á Teikniborði þarf að smella á Sýna/fela teiknið við hlið jöfnunnar.

:=

Settu fallið f(x) := 2 * x + 1 í aðra röð CAS gluggans og ýttu á Enter.
Ath:
  • Fallið birtist samstundis á Teikniborði.
  • Ef fall er skilgreint svona f(x) := 2 * x + 1 í CAS glugga, er hægt að nota f(x) í öllum öðrum "gluggum" GeoGebru. 

Prófaðu sjálf/ur...

Breytur í CAS

Í CAS glugga er hægt að nota breytur sem ekki hafa ákveðið gildi. Verkefni: Leysið jöfnuna skref fyrir skref.
1.Toolbar ImageSetjið 5x - 2 = 8 í inntaksreit og veljið verkfærið Óbreytt inntak.
2.

)

Reitur 2: Skrifið ). Þá koma upp tveir svigar, hafið bendilinn á milli þeirra og smellið á jöfnuna í reit 1. Þá kemur jafnan á milli sviganna (5x - 2 = 8).
3.Toolbar ImageSláðu inn +2 aftan við svigann og veldu verkfærið Nákvæmt gildi.
4.

)

Klipptu fyrri útkomu í næsta reit (5x = 10).
5.Toolbar ImageSláðu inn / 5 aftan við svigana og veldu verkfærið Nákvæmt gildi.
6.Toolbar ImageReitur 1: Smelltu á Sýna/Fela teiknið til að sýna upprunalegu jöfnuna á Teikniborðinu og kannaðu hvort lausn þín er rétt.

Margföldun

Margföldun breyta þarf að sýna með stjörnu (asterix) *. Dæmi:  b * (c + d) gefur stæðuna bc + bd. Ath: Ef sett er inn bc án stjörnu (asterisk), verður til ný breyta sem kallast bc.