Verkfærin í töflureikninum
Verkfærin í töflureikninum
Finna má verkfærin í Töflureikninum á verkfærastiku hans:
Skoðum nokkur Töflureiknisverkfæri sem eru aðgengileg í verkfærakistum á verkfærastikunni.
Kynnist verkfærunum
Búa til lista af punktum
Veljið alla reiti í dálkum A og B sem innihalda gögn. Veljið síðan Búa til lista af punktum verkfærið.
Þá birtist gluggi þar sem mögulegt er að...
- breyta nafni listans.
- ákveða hvor dálkanna ákvarðar x- og y-hnit punktanna.
- forskoða listann.
- velja Búa til til að búa til punkta úr gagnasafninu.
- Með þessu verkfæri má útbúa Punktarit út frá gagnasafninu.
- Punktalistinn sést líka í Algebruglugga.
Brotið línustrik
Veljið nokkra reiti með pörum talna. Notið verkfærið Brotið línustrik til að opna glugga og ákveða nafn og gerð brotins línustriks. Smellið á Búa til og punktarnir ásamt brotna línustrikinu sjást í Teikniglugga.
Summa
Veljið dálk með tölum sem á að leggja saman og notið Summu verkfærið.
Athugið: Summan er sýnd í næsta auða reit í völdum dálki.Reynið sjálf...
Athugið: Vera má að
hnappurinn geti gagnast þér til að endurstilla gluggann og prófa fleiri verkfæri.