Google Classroom
GeoGebraClasse GeoGebra

CAS skipanir

CAS skipanir

Hægt er að nota Skipanir í CAS glugganum. Þeim fylgja svigar (eða hornklofar) með stikum nauðsynlegum fyrir viðkomandi Skipun. Verkefni 1 Finndu stærsta samdeili (SSD) og minnsta samfeldi (MSF) talnanna 18 og 24.
1.SSD[18, 24] Settu SSD[18, 24]  í inntaksreit CAS gluggans og ýttu á Enter til að reikna stærsta samdeili þessara talna.
2.MSF[18, 24] Notaðu skipunina  MSF[18, 24]  til að finna minnsta samfeldi talnanna.

Prófaðu sjálf/ur

Stingur upp á skipun

Þegar tveir fyrstu stafir Skipunar hafa verið slegnir inn í CAS glugga, stingur GeoGebra upp á skipunum sem byrja á sömu stöfum og sýnir nauðsynlega stika innan hornklofanna.
  • Ef GeoGebra stingur upp á réttri skipun, ýttu á Enter til að fá bendilinn á milli hornklofanna.
  • Ef ekki, haltu áfram að skrifa þangað til rétt skipun birtist.
Ath: Þegar Skipun hefur verið valin, birtist fyrsti stikinn ljómaður og tilbúinn til að láta breyta sér. Til að fá næsta stika fram er annað hvort sett komma eða ýtt á Tab - lykilinn. Verkefni 2 Kannaðu hvernig stærsti samdeilir og minnsta samfeldi tengjast frumþáttum talnanna.
1.Frumþættir[18] Notaðu skipunina Frumþættir[18] til að fá frumþætti tölunnar 18.
2.Frumþættir[24] Frumþáttaðu töluna 24.
3. Berðu saman hvernig frumþættir beggja talna tengjast stærsta samdeili sem búið var að reikna.
4.Frumþættir[#2] Settu í inntaksreik Frumþættir[#2] til að finna frumþætti MSF í röð 2.
Ath: Flýtileiðin #2 vísar í útkomu í röð 2.
5.Berðu saman hvernig frumþættir beggja talna tengjast frumþáttum minnsta samfeldis þeirra.