Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Classroom

Samanburður almennra brota og staðsetning þeirra á talnalínu

Leiðbeiningar

Notaðu hvern tölustafanna 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 nákvæmlega einu sinni. Settu einn tölustaf í hvern reit og gættu þess að enginn tölustafur komi tvisvar fyrir. Almennu brotin sem myndast ættu að vera í röð á talnalínu eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Brot B og C eru jafnstór.
Image

Fylltu í reitina með tölustöfum. Geturðu látið brotin uppfylla skilyrðin sem sjást á myndinni hér að ofan? Gerðu þitt besta!

Smíðaðu nú brot sem eru ALLT ÖÐRU VÍSI en þau sem þú smíðaðir hér að ofan. Láttu þau samt uppfylla leiðbeiningarnar efst.

Rifjum upp leiðbeiningarnar

Notaðu hvern tölustafanna 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 nákvæmlega einu sinni. Settu einn tölustaf í hvern reit og gættu þess að enginn tölustafur komi tvisvar fyrir. Almennu brotin sem myndast ættu að vera í röð á talnalínu eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Brot B og C eru jafnstór.
Image

Reyndu nú að smíða brot A sem eins LÁGA TÖLU og mögulegt er. Hver er lægsta talan sem er möguleg? Af hverju?? Fylgdu síðan út frá því leiðbeiningunum eins og áður.

Reyndu nú að smíða brot D sem eins HÁA TÖLU og mögulegt er. Hver er hæsta talan sem er möguleg? Af hverju?? Fylgdu síðan út frá því leiðbeiningunum eins og áður.

Þetta vinnublað byggir á verkefnum sem hönnuð voru af Kate Nowak, Bowen Kerins og Graham Fletcher.