Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Klaslokaal

Margfeldi tveggja brota

Leiðbeiningar

Notaðu hvern tölustafanna 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 eða 9 í mesta lagi einu sinni. Settu einn tölustaf í hvern reit og gættu þess að enginn tölustafur komi tvisvar fyrir. Margfeldi almennu brotanna ætti að gefa blandað brot eins og sést á myndinni hér að neðan. Jafnaðarmerkið ætti að gilda.
Image

Prófaðu að fylla í reitina þannig að jafnaðarmerkið gildi. Mundu að nota hvern tölustaf einungis einu sinni!

Prófaðu aftur Á ANNAN HÁTT að fylla í reitina þannig að jafnaðarmerkið gildi. Mundu að nota hvern tölustaf einungis einu sinni!

220 mismunandi lausnir

Vissir þú að til eru um 220 mismunandi lausnir á þessu verkefni? Hvað getur þú fundið margar? En félagar þínir?