Stillingar í þrívíddar-prentunar hugbúnaði

Sérhver þrívíddarprentari nýtir eigin hugbúnað til að prenta skrár en yfirleitt lítur valmyndin svipað út milli mismunandi prentara og mismunandi hugbúnaða. Nokkur grunnatriði sem vert er að kanna til að fá sem besta útkomu úr þrívíddarprentuninni eru Scale, Infill Density og Print Speed svo dæmi séu nefnd (skölun, þéttleiki og prenthraði). Flestir hlutanna í þessari bók voru prentaðir með CURA hugbúnaði sem fylgir BIQU þrívíddarprenturum. Umræðu um aðra prentara og hugbúnað sem þeim fylgja má finna með því að taka þátt í samvinnuhópnum..
Image