Dæmi 2
Á samkomu einni eru 30 manns frá Mosfellsbæ, 15 frá Kjalarnesi og 10 frá Akranesi. Þau ætla að
velja sér nefnd.
a) Hvað þarf að velja marga að lágmarki til að öruggt sé að einn komi frá hverjum stað?
Við gætum mögulega verið komin með 30 Mosfellinga og 15 Kjalnesinga áður en við fáum Akurnesing. Athugið að ef við eru bara með Kjalnesinga og Akurnesinga t.d. eru það bara 25 svo mest er hægt að vera með 45 án þess að það sé fólk frá öllum stöðum.
b) Hvað þarf að velja marga að lágmarki til að öruggt sé að það séu allavega tveir frá einhverjum af staðnum? Við gætum verið komin með einn frá hverjum stað ef við erum með 3 aðila. 4 aðilinn verður óhjákvæmilega frá sama stað og einhver hinna. c) Hvað eru margar nefndir mögulegar ef það eiga að vera þrír í nefndinni, einn frá hverjum stað?Margföldunarreglan segir okkur að það séu 30 möguleikar á að velja Mosfellinginn og fyrir hvern þeirra eru 15 möguleikar á Kjalnesingi og svo 10 á Akurnesingi.
d) Hvað eru margar nefndir mögulegar ef það eiga að koma 6 frá Mosfellsbæ, 3 frá Kjalarnesi og 2 frá Akranesi? Nú þurfum við að nota samantektarformúluna til að kanna hvað er hægt að velja marga mismunandi hópa frá hverjum stað og margfalda það saman.