Þegar haka skal við einn valmöguleika
Leiðbeiningar: Margir gátreitir og einn valinn
Í þessum leiðbeiningum er sýnt hvernig búa má til þrjá gátreiti og stilla þá þannig að einungis sé hægt að hafa hakað í einn þeirra hverju sinni. Notuð er forritun (e. scripting) og í þessu tilviki munum við nota einfaldar GeoGebru-skipanir (GGBScript).
Verkefni:
1) Notaðu verkfærið gátreitur til að búa til þrjá gátreiti sem við skulum nefna a, b, og c.
2) Hægri smelltu á gátreitinn a, opnaðu Eiginleika hlutar og veldu flipann Forritun með undirvalið Við uppfærslu og skrifaðu eftirfarandi í gluggann:
SetjaGildi[a,true]
SetjaGildi[b,false]
SetjaGildi[c,false]
Gættu þess að smella á OK-hnappinn áður en þú velur næsta gátreit.
3) Endurtaktu leikinn fyrir gátreitinn b, nema hvað núna er það b-reiturinn sem hefur sanngildið true:
SetjaGildi[b,true]
SetjaGildi[a,false]
SetjaGildi[c,false]
4) Og fyrir forritun gátreitar c fæst:
SetjaGildi[c,true]
SetjaGildi[a,false]
SetjaGildi[b,false]
5) Veldu músar-bendils-verkfærið og smelltu í einhvern gátreitanna. Nú ætti alltaf einungis að birtast hak í einn reitanna í einu.