Jafna línu skrifuð út frá línu í hnitakerfi
Kennarar:
Applettið býr til línur með heiltöluskurðpunkt við y-ás. Tilgangurinn er að kanna getu nemenda til að skrifa jöfnu línu með því einu að horfa á hana.
Nemendur:
Skoðið línuna í hnitakerfinu. Skrifið skurðhallaform línunnar í viðeigandi reit (y=hx+k).
Þú gætir þurft að þysja út til að sjá svörtu punktana á línunni.
Ef þú skrifar rétta jöfnu færðu "rétt" á skjáinn.
Endurtaktu æfinguna þar til þú hefur náð tökum á þessu!